Frá Nepal til Ísland

Nepali Vibe var stofnað fyrir sjö árum í litlu fjallaþorpi í Nepal. Christina stofnandi og eigandi fyrirtækisins í Danmörku bjó í fimm ár í Kína þar sem hún var við nám. Í náminu kynntist hún stelpu frá Nepal og kínverskum strák. Eftir að Christina flutti aftur til Danmerkur heimsótti hún vinkonu sína í Nepal. Þar sá hún konur á götunum vera perla falleg armbönd saman. Hún varð strax mjög hrifin af þeim og fannst konurnar og framleiðsla þeirra vera áhugaverð. Eftir heimsóknina fékk hún þá hugmynd um að stofna fyrirtæki í Nepal ásamt nepölsku vinkonu sinni og kínverska vini sínum. Þau vildu styrkja nepölsku perlandi konurnar og selja armböndin þeirra í Danmörku. Nepalska vinkonan sá um að finna konurnar sem eru heimavinnandi húsmæður. Þær byrjuðu sex saman að hittast tvisvar í viku, systur, frænkur og vinkonur. Þær fengu perlur og bönd frá Nepali Vibe og höfðu svo frjálsar hendur með hönnunina. Sem er svo fallegt. Enginn að ýta á þær og segja hvað þær ættu að gera bara frjáls sköpun. Það er svo gaman að við fáum allskonar mynstur í armböndunum sem þær hanna að vild, alltaf eitthvað nýtt. Sum armböndin eru perluð lausar en önnur, öll eru þau ólík á sinn fallega hátt. Þetta er handavinnan þeirra. Armöndin passa á hvaða hönd sem er. Fyrirtækið er að verða sjö ára og núna eru 44 konur sem hittast og perla, 30-40% af heildarsölunni rennur til þeirra. Þær nota peningana meðal annars til þess að mennta börnin sín og veita þeim betra líf. Hugurinn á bak við fyrirtækið er því svo fallegur og boðskapurinn frá konu til konu hefur mikið að segja.

Ég bjó í Kaupmannahöfn í 17 ár. Þar kynntist ég Nepali Vibe fyrir fjórum árum. Það kom þannig til að ég var úti á róló með börnin mín í hverfinu mínu, Islands brygge. Þar sá ég konu með svo fallegt armband á hendinni. Ég gaf mig á tal við hana og  spurði hvar hún hefði fengið armbandið. Hún gaf mér upp Instagram síðu Nepali Vibe og skrifaði slóðina á lítinn miða sem ég setti í veskið. Á þeim tíma var ég ekki með Instagram og kunni ekkert á það. En ég gat ekki hægt að hugsa um fallega armbandið og stofnaði mér í kjölfarið Instagram síðu. Ég hafði samband við stelpuna sem var með armböndin til sölu og þannig byrjaði þetta allt saman hjá okkur. Ég pantaði mér nokkur fyrst en gat svo ekki hætt. Þegar ég flutti heim til Íslands sá ein mamman á leikskóla barnanna minna armböndin á hendinni minni. Alltaf þegar mætti henni spurði hún um armböndin. Ég ákvað svo í júni 2019 að panta 200 armbönd og prófa þetta eftir að vinkona mín plataði mig til að gera það. Fyrst var þetta bara til gamans gert, alls ekki hugsað til að selja heldur meira til að gleðja vini og fjölskyldu. Áhuginn fyrir fallegu arböndunum varð sífellt meiri og eftirspurnin jókst. Ég ákvað þá að prófa að gera meira úr þessu. Ég hef ekki reynslu af fyrirtækjarekstri en hef lært margt síðustu misserin. Þetta eru svo falleg armbönd, litrík og ávallt hægt að leika sér með samsetningar. En hugsjónin á bak við armböndin er það sem hvetur mig áfram. Þau eru handgerð með hlýju frá konu til konu. Nepali Vibe nafnið er táknrænt fyrir nepalska strauma sem sendir eru með vinsemd frá konunum í Nepal til okkar allra.