Skilaréttur

(Þetta er hluti af skilmálar armbond.is. Ýttu hér til að skoða skilmálar í heild https://armbond.is/en/pages/skilmalar)
(...)
  1. Skilaréttur
    Armbond.is skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Kaupandi getur skilað vöru til Armbond.is innan 14 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu. Armbond.is áskilur sér rétt til að skoða að varan sé í lagi og til að koma í veg fyrir misnotkun á 14 daga skilarétti. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum en ekki er skilyrði að hún sé ónotuð. Reikningur eða kvittun fyrir kaupum eru skilyrði fyrir vöruskilum. Einnig þurfa allir aukahlutir að fylgja með vörunni.

    Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, mun Armbond.is endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu - þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkorti, niðurfellingu á Netgíró kröfu, innlögn á bankareikning eða með inneign hjá Armbond.is sem kaupandi getur ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá Armbond.is.
  1. Galli
    Ef vara er gölluð er Armbond.is skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst okkur innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla. Armbond.is mælir með því að kaupandi sendi tölvupóst á webshop.returns@armbond.is eða hringi í þjónustuver Armbond.is sem fyrst frá því að galli uppgötvast. Armbond.is sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Armbond.is áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð innan 7 daga.

(...)